1 Október 2008 12:00

Fundur á vegum ríkislögreglustjóra og tollstjórans í Reykjavík um skipulagða glæpastarfsemi á Norðurlöndunum var haldinn hér á landi 29-30. september síðastliðinn.  Um er að ræða norrænt samstarf greiningardeilda tollgæslu og lögreglu sem hefur staðið frá árinu 2007 og er innan PTN samstarfsins sem er samvinna tollgæslu og lögreglu á Norðurlöndunum. Í þessu samstarfi eru haldnir tveir fundir á ári þar sem skipulögð glæpastarfsemi er til umfjöllunar.  Fundinn sátu fulltrúar frá miðlægum stofnunum tollgæslu og lögreglu í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og á Íslandi. Fulltrúar á fundinum fóru yfir stöðu mála í hverju landi fyrir sig og fjölluðu um glæpahópa og aðferðir sem hóparnir beita.  Á fundinum var unnið að sameiginlegri skýrslu um skipulagða glæpastarfsemi á Norðurlöndunum en skýrslan og niðurstaða fundarins verður síðan kynnt á norrænum fundi yfirmanna miðlægra embætta tollgæslu og lögreglu.

 Fulltrúar frá miðlægum stofnunum tollgæslu og lögreglu sem sátu fundinn í Reykjavík.

 Fulltrúar frá miðlægum stofnunum tollgæslu og lögreglu sem sátu fundinn í Reykjavík.