15 September 2007 12:00

Dagana 13. og 14. september var haldinn hér á landi árlegur fundur yfirmanna tölvudeilda lögreglu á Norðurlöndunum.  Á þessum fundum bera yfirmenn tölvumála lögreglu á Norðurlöndunum saman bækur sínar, skiptast á upplýsingum um verkefni sín og miðla af reynslu sinni af þeim verkefnum sem þeir glíma við.  Þarna hefur myndast afar góð samvinna sem skilar öllum þátttakendum miklu.