14 Desember 2004 12:00

Föstudaginn 10. desember síðastliðinn útskrifaðist Berglind Kristinsdóttir lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra frá lögregluháskóla bandarísku alríkislögreglunnar, FBI.  Berglind var í hópi 249 nemenda sem útskrifuðust þennan dag.   Flestir nemendur voru frá Bandaríkjunum en 24 frá öðrum löndum.  Alls voru 18 konur meðal þeirra sem úrskrifuðust.
 
Lögregluháskóli FBI er þekktur á alþjóðavettvangi fyrir þetta nám sem stendur yfir í ellefu vikur og er fyrir yfirmenn í lögreglu.  Þar er kennd stjórnun, aðferðafræði við rannsóknir afbrota, afbrotafræði og margt fleira, auk líkamsþjálfunar.
 
Berglind er sjötti íslenski lögreglumaðurinn sem útskrifast frá skólanum og fyrsta konan. 
 
Áður hafa útskrifast:
 
Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík (1985)
Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (1993)
Gunnar Jóhannsson varðstjóri á Akureyri (1995)
Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík (1999)
Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (2000)
 

Föstudaginn 10. desember síðastliðinn útskrifaðist Berglind Kristinsdóttir lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra frá lögregluháskóla bandarísku alríkislögreglunnar, FBI.  Berglind var í hópi 249 nemenda sem útskrifuðust þennan dag.   Flestir nemendur voru frá Bandaríkjunum en 24 frá öðrum löndum.  Alls voru 18 konur meðal þeirra sem úrskrifuðust.

Lögregluháskóli FBI er þekktur á alþjóðavettvangi fyrir þetta nám sem stendur yfir í ellefu vikur og er fyrir yfirmenn í lögreglu.  Þar er kennd stjórnun, aðferðafræði við rannsóknir afbrota, afbrotafræði og margt fleira, auk líkamsþjálfunar.

Berglind er sjötti íslenski lögreglumaðurinn sem útskrifast frá skólanum og fyrsta konan. 

Áður hafa útskrifast:

Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík (1985)

Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (1993)

Gunnar Jóhannsson varðstjóri á Akureyri (1995)

Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík (1999)

Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (2000)

Myndin sýnir þegar Berglind tekur við prófskírteininu út hendi Robert S. Mueller forstjóra FBI.
 

Myndin sýnir þegar Berglind tekur við prófskírteininu út hendi Robert S. Mueller forstjóra FBI.