2 Ágúst 2014 12:00

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. nótt og framundir morgun en nokkuð var um slagsmál og pústra í Herjólfsdal. Nokkrir gistu fangageymslu vegna ölvunar og óspekta.

Tvær líkamsárásir voru kærðar í nótt en annað málið kom upp í Herjólfsdal og hitti málið í bænum. Í báðum þessum málum voru menn í slagsmálum og þurftu árásarþolar að leita læknis án þess þó að um alvarleg meiðsli væri að ræða.

Í gær og nótt komu upp 15 fíkniefnamál. Þau eru þá orðin 26 talsins það sem af er hátíðinni. Ekki er um mikið magn að ræða í þessum málum, mest svo kallaðir neysluskammtar. Haldlögð efni eru amfetamín, kókaín og kannabis. Eins og áður hefur verið getið sinna 6 lögreglumenn þessu eftirliti engöngu og með þeim eru fíkniefnahundarnir Luna frá Vestmannaeyjum og Vinkill sem er í eigu fangelsismálastofnunar.

Veður í nótt var með ágætum og þurrt frameftir nóttu og nokkuð hlýtt. Það rigndi lítisháttar undir morgun en nú er sólin farin að skína og enginn vindur. Það er þó búist við einhverjum rigingaskúrum í dag.

Áætlað er að gestir á hátíðinni séu nú 12 til 13 þúsund og enn mun bætast við í dag með flugi og Herjólfi og er áætlað að á þriðja þúsund gesta bætist við þann fjölda sem fyrir er.