13 Júní 2007 12:00

Nú í morgun úrskurðaði Héraðsdómur Vestfjarða, að kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum, að fanginn sem verið hefur í gæsluvarðhaldi á Ísafirði siðan á laugardaginn var, skuli sæta gæsluvarðhaldi til 3. júlí nk.  Krafa lögreglustjórans var byggð á 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála. 

Rannsókn málsins miðar vel og er gert ráð fyrir að málið verði sent ríkissaksóknara til ákvörðunar innan örfárra daga.