11 Janúar 2013 12:00

Lögreglan á Selfossi handtók í gær mann um sjötugt grunaðan um kynferðisbrot gagnvart þremur ungum börnum.   Meint brot eru sögð hafa átt sér stað fyrir tveimur til þremur árum síðan.   Gerð hefur verið krafa, fyrir Héraðsdómi Suðurlands, um að hann sæti gæsluvarðhaldi í tvær vikur á grundvelli  a. liðar 95. gr. Sakamálalaga nr. 88/2008 vegna málsins.  Dómari tók sér frest til kl. 17:00 í dag til að úrskurða um kröfuna.

Við húsleit hjá manninum, þegar hann var handtekinn,  fannst umtalsvert magn tölvugagna sem hann hefur viðurkennt að innihaldi barnaklám. 

Maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir kynferðisbrot.  

Frekari upplýsingar um rannsókn máls þessa verða ekki veittar að svo stöddu vegna hagsmuna brotaþola.