28 Apríl 2023 15:48

Vegna rannsóknar á andláti konu á þrítugsaldri sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi síðdegis í gær hefur lögreglan á Suðurlandi gert kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að tveir karlmenn sem handteknir voru á vettvangi í gær verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald í eina viku.

Mennirnir eru báðir á þrítugsaldri. Grunur er um að andlát konunnar hafi borið að með saknæmum hætti. Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi. Vegna rannsóknarhagsmuna getur lögregla ekki veitt frekari upplýsingar um málið.