16 Ágúst 2007 12:00

Upplýsingaþjónusta   Upplýsingaþjónusta í Ráðhúsi Reykjavíkur er opin til kl. 23:00 og símaver Reykjavíkurborgar í 411 1111 er opið til 23:30. Neyðarsími eftir það er 112. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ingólfsnausti, sími 590 1550 er opin til kl. 22:00   Athvarf fyrir týnd börn er í bækistöð Lögreglunnar og Slökkviliðs á mótum Ingólfsstrætis og Sölvhólsgötu, við Menntamálaráðuneytið. Sími 411 11 11 og 112 eftir kl. 23:30
 
Slökkvilið, lögregla og hjálparlið í Ingólfsstræti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, lögreglan og björgunarsveitir verða, eins og fyrri ár, með viðbúnað og sameiginlega aðstöðu í Ingólfsstræti handan Seðlabankans. Aðgerðum verður stjórnað úr stjórnstöðvarbifreið Flugbjörgunarsveitarinnar en á staðnum verða sjúkra-, slökkvi- og lögreglubifreiðar. Gönguhópar lögreglu, Rauða krossins og björgunarsveita verða gerðir út þaðan. Sjúkragámur verður á staðnum og þar verður einnig aðstaða til að annast týnd börn. Vel merkt körfubifreið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verður staðsett þar svo auðvelt verður að sjá hvert á að leita ef eitthvað bjátar á. Í neyðartilvikum ber að hringja í neyðarlínuna, 112.
Lokun gatna Fjölmargar götur í miðborginni verða lokaðar vegna dagskrár Maraþons og Menningarnætur og búast má við umferðartöfum á stærra svæði.         Lækjargata og Bankastræti eru lokuð allri almennri umferð.          Vonarstræti, Tjarnargata, Fríkirkjuvegur og Skothúsvegur eru lokaðar nema fyrir Strætó.      Hellusund milli Þingholtsstrætis og Grundarstígs er lokuð eftir kl. 12:00.       Laugavegur er lokaður frá Barónsstíg eftir kl. 13:00.         Sæbraut verður lokuð frá Dalbraut að Geirsgötu vegna Maraþons frá kl. 09:00 – 15:00 og frá Snorrabraut að Geirsgötu frá kl. 17:00. Þvergötur á Sæbraut verða opnar.        Tryggvagötu og Mýrargötu frá Ánanaustum verður lokað milli 11:00 – 15:00 vegna Maraþons.         Geirsgata frá Ægisgötu verður lokað frá 11:00.       Hverfisgata er lokuð allri almennri umferð frá kl. 10:00 nema neyðarökutækjum og leigubílum. Aðstaða er fyrir leigubíla í bílastæðahúsinu Traðarkoti.
Almennt gilda lokanir í miðborg til kl. 24:00.
Strætó bs 
Vegna Menningarnætur og maraþonhlaups verður akstursleið breytt á þeim leiðum sem ella hefðu ekið um Hverfisgötu og Lækjargötu að og frá Hlemmi. Aðrar leiðir aka á hefðbundinn hátt.    Frá kl. 07:00 – 13:30 er ekið að og frá Hlemmi: Snorrabraut – Sæbraut – Geirsgötu – Mýrargötu – Ánanaust – Hringbraut.   Frá kl. 13:30 og framúr er ekið frá Hlemmi: Snorrabraut – Gömlu Hringbraut – Sóleyjargötu – Fríkirkjuveg – Vonarstræti – Suðurgötu – Hringbraut.   Frá kl. 13:30 og framúr, að Hlemmi: Hringbraut – Suðurgötu – Skothúsveg – Sóleyjargötu – Gömlu Hringbraut – Snorrabraut – að Hlemmi.   Ath! Leið 14 ekur að og frá Granda um Ánanaust og Hringbraut og síðan framangreindar götur.   ATH! Síðustu ferðir frá Hlemmi eru um kl. 00:30 í öll hverfi á Höfuðborgarsvæðinu.   Menningarnæturstrætó         frá kl. 15:00 – 19:00 að Grandagarði                                                frá kl. 19:00 – 22:00 að Þjóðminjasafni
Akstursleið: Grandagarður (Sjóminjasafn) – Ánanaust – Hringbraut – Hofsvallagata – Túngata – Suðurgata – Hringbraut (þjóðminjasafn )- Gamla Hringbraut – Snorrabraut– Flókagata (Kjarvalstaðir) – Rauðarárstígur –að Hlemmi með tímajöfnun í stæði austan við Hlemm.   Rauðarárstígur – Flókagata (Kjarvalstaðir)  – Snorrabraut – Gamla Hringbraut – Hringbraut – Suðurgata – Túngata – Hofsvallagata – Hringbraut – Ánanaust – Grandagarður (Sjóminjasafn).        Menningarstrætó verður á 30 mínútna fresti á heila og hálfa tímanum frá Grandagarði, en þó geta orðið óhjákvæmilegar tafir vegna dagskrár Menningarnætur. Ókeypis er í Menningarstrætó og er hann sérstaklega merktur. Stoppistöðvarnar eru merktar á kortinu og eru þær sérstaklega merktar.   Leigubílar Leigubílar verða staðsettir í bílastæðahúsinu Traðarkoti við Hverfisgötu og aka um Hverfisgötu frá 10:00 – 24:00. Eftir þann tíma er safnstaður leigubíla í Lækjargötu við Bókhlöðustíg. 
Bílahús á Menningarnótt Bílastæðahúsið Stjörnuport við Laugavegi 86 – 94 verður opið til kl. 01:00 á Menningarnótt. Öll önnur bílahús Bílastæðasjóðs verða lokuð á Menningarnótt.  Sérstök bílastæði fyrir fatlaða eru á Grófartorgi, aðkeyrsla frá Vesturgötu / Garðarstræti eingöngu fyrir bifreiðar merktar P merki.   Útisalerni Útisalerni eru staðsett: Við Hafnarstræti norðan Lækjartorgs Miklatún (á leiksvæði við Lönguhlíð) Við Bókhlöðustíg Grófartorgi við Vesturgötu Í Hljómskálagarði       Við Norræna hús     Almenningssalerni eru við Ingólfstorg, Hlemm, Lækjargötu, Vegamótastíg og Frakkastíg Salernin eru opin frá 11:00 – 24:00 á Menningarnótt nema annað sé tekið fram.    

Upplýsingaþjónusta   Upplýsingaþjónusta í Ráðhúsi Reykjavíkur er opin til kl. 23:00 og símaver Reykjavíkurborgar í 411 1111 er opið til 23:30. Neyðarsími eftir það er 112. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ingólfsnausti, sími 590 1550 er opin til kl. 22:00   Athvarf fyrir týnd börn er í bækistöð Lögreglunnar og Slökkviliðs á mótum Ingólfsstrætis og Sölvhólsgötu, við Menntamálaráðuneytið. Sími 411 11 11 og 112 eftir kl. 23:30

Slökkvilið, lögregla og hjálparlið í Ingólfsstræti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, lögreglan og björgunarsveitir verða, eins og fyrri ár, með viðbúnað og sameiginlega aðstöðu í Ingólfsstræti handan Seðlabankans. Aðgerðum verður stjórnað úr stjórnstöðvarbifreið Flugbjörgunarsveitarinnar en á staðnum verða sjúkra-, slökkvi- og lögreglubifreiðar. Gönguhópar lögreglu, Rauða krossins og björgunarsveita verða gerðir út þaðan. Sjúkragámur verður á staðnum og þar verður einnig aðstaða til að annast týnd börn. Vel merkt körfubifreið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verður staðsett þar svo auðvelt verður að sjá hvert á að leita ef eitthvað bjátar á. Í neyðartilvikum ber að hringja í neyðarlínuna, 112.

Lokun gatna Fjölmargar götur í miðborginni verða lokaðar vegna dagskrár Maraþons og Menningarnætur og búast má við umferðartöfum á stærra svæði.         Lækjargata og Bankastræti eru lokuð allri almennri umferð.          Vonarstræti, Tjarnargata, Fríkirkjuvegur og Skothúsvegur eru lokaðar nema fyrir Strætó.      Hellusund milli Þingholtsstrætis og Grundarstígs er lokuð eftir kl. 12:00.       Laugavegur er lokaður frá Barónsstíg eftir kl. 13:00.         Sæbraut verður lokuð frá Dalbraut að Geirsgötu vegna Maraþons frá kl. 09:00 – 15:00 og frá Snorrabraut að Geirsgötu frá kl. 17:00. Þvergötur á Sæbraut verða opnar.        Tryggvagötu og Mýrargötu frá Ánanaustum verður lokað milli 11:00 – 15:00 vegna Maraþons.         Geirsgata frá Ægisgötu verður lokað frá 11:00.       Hverfisgata er lokuð allri almennri umferð frá kl. 10:00 nema neyðarökutækjum og leigubílum. Aðstaða er fyrir leigubíla í bílastæðahúsinu Traðarkoti.

Almennt gilda lokanir í miðborg til kl. 24:00.

Strætó bs 

Vegna Menningarnætur og maraþonhlaups verður akstursleið breytt á þeim leiðum sem ella hefðu ekið um Hverfisgötu og Lækjargötu að og frá Hlemmi. Aðrar leiðir aka á hefðbundinn hátt.    Frá kl. 07:00 – 13:30 er ekið að og frá Hlemmi: Snorrabraut – Sæbraut – Geirsgötu – Mýrargötu – Ánanaust – Hringbraut.   Frá kl. 13:30 og framúr er ekið frá Hlemmi: Snorrabraut – Gömlu Hringbraut – Sóleyjargötu – Fríkirkjuveg – Vonarstræti – Suðurgötu – Hringbraut.   Frá kl. 13:30 og framúr, að Hlemmi: Hringbraut – Suðurgötu – Skothúsveg – Sóleyjargötu – Gömlu Hringbraut – Snorrabraut – að Hlemmi.   Ath! Leið 14 ekur að og frá Granda um Ánanaust og Hringbraut og síðan framangreindar götur.   ATH! Síðustu ferðir frá Hlemmi eru um kl. 00:30 í öll hverfi á Höfuðborgarsvæðinu.   Menningarnæturstrætó         frá kl. 15:00 – 19:00 að Grandagarði                                                frá kl. 19:00 – 22:00 að Þjóðminjasafni

Akstursleið: Grandagarður (Sjóminjasafn) – Ánanaust – Hringbraut – Hofsvallagata – Túngata – Suðurgata – Hringbraut (þjóðminjasafn )- Gamla Hringbraut – Snorrabraut– Flókagata (Kjarvalstaðir) – Rauðarárstígur –að Hlemmi með tímajöfnun í stæði austan við Hlemm.   Rauðarárstígur – Flókagata (Kjarvalstaðir)  – Snorrabraut – Gamla Hringbraut – Hringbraut – Suðurgata – Túngata – Hofsvallagata – Hringbraut – Ánanaust – Grandagarður (Sjóminjasafn).        Menningarstrætó verður á 30 mínútna fresti á heila og hálfa tímanum frá Grandagarði, en þó geta orðið óhjákvæmilegar tafir vegna dagskrár Menningarnætur. Ókeypis er í Menningarstrætó og er hann sérstaklega merktur. Stoppistöðvarnar eru merktar á kortinu og eru þær sérstaklega merktar.   Leigubílar Leigubílar verða staðsettir í bílastæðahúsinu Traðarkoti við Hverfisgötu og aka um Hverfisgötu frá 10:00 – 24:00. Eftir þann tíma er safnstaður leigubíla í Lækjargötu við Bókhlöðustíg. 

Bílahús á Menningarnótt Bílastæðahúsið Stjörnuport við Laugavegi 86 – 94 verður opið til kl. 01:00 á Menningarnótt. Öll önnur bílahús Bílastæðasjóðs verða lokuð á Menningarnótt.  Sérstök bílastæði fyrir fatlaða eru á Grófartorgi, aðkeyrsla frá Vesturgötu / Garðarstræti eingöngu fyrir bifreiðar merktar P merki.   Útisalerni Útisalerni eru staðsett: Við Hafnarstræti norðan Lækjartorgs Miklatún (á leiksvæði við Lönguhlíð) Við Bókhlöðustíg Grófartorgi við Vesturgötu Í Hljómskálagarði       Við Norræna hús     Almenningssalerni eru við Ingólfstorg, Hlemm, Lækjargötu, Vegamótastíg og Frakkastíg Salernin eru opin frá 11:00 – 24:00 á Menningarnótt nema annað sé tekið fram.