24 Október 2016 10:40

Gangandi vegfarandi varð fyrir bíl í Keflavík snemma á laugardagsmorgun. Konan var komin út á götu er hún varð fyrir bifreiðinni. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem í ljós kom að hún hafði axlarbrotnað við slysið. Dimmt var, rigning og skyggni slæmt þegar atvikið átti sér stað.

Þá rákust tvær bifreiðir saman við Sporthúsið. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar kenndi eymsla og var fluttur á HSS.