2 Apríl 2007 12:00

Kvenfélag Eyrarbakka  gefur 100.000 krónur til kaupa á fíkniefnahundi. 

Anna Jónsdóttir formaður og Norma Einarsdóttir ritari Kvenfélags Eyrarbakka afhentu í vikunni Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra á Selfossi 100.000 krónur til kaupa á fíkniefnahundi.  Anna og Norma sögðu þetta vera framlag kvenfélagsins til að hindra útbreiðslu fíkniefna til barna og ungmenna og endurspeglaði þá umhyggju félagskvenna fyrir hag og heilsu barna.  Kvenfélag Eyrarbakka var stofnað árið 1888 og var megin markmið þess að hjálpa konum og börnum.  Með því að taka þátt í fíkniefnabaráttunni á þennan hátt væri kvenfélagið að framfylgja þessu markmiði.  Mikilvægt væri að byrgja brunninn áður en barnið dytti í hann, voru orð þeirra Önnu og Normu.

Lögreglustjóri þakkaði rausnarlega gjöf og ítrekaði að hann væri hrærður vegna þeirra sterku viðbragða sem hann hafi fundið frá  samfélaginu á Suðurlandi.  Söfnunin sagði hann ævintýri sem allt velviljað fólk gleddist yfir en fíkniefnasalarnir óttuðust. 

Á myndinni sést formaður og ritari Kvenfélags Eyrarabakka, Anna í miðju og Norma til hægri, afhenda Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra 100.000 króna ávísun til kaupa á fíkniefnahundi.