18 Desember 2006 12:00
Hreggviður Jónsson, forstjóri Vistors, afhenti Magnúsi Stefánssyni og Berglindi Eyjólfsdóttur frá Marita á Íslandi styrkinn.
Forvarnafélagið Hættu áður en þú byrjar fékk nýverið góð gjöf frá Vistor en fyrirtækið lét andvirði jólakorta renna til góðgerðarsamtaka, líkt og undanfarin ár. Styrkurinn er 300 þúsund krónur en honum verður varið til kaupa á fartölvu og skjávarpa. Hættu áður en þú byrjar er samstarfsverkefni Marita á Íslandi (forvarnasviðs Samhjálpar), þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og lögreglunnar í Reykjavík en markmið þess er að halda úti fræðslu um skaðsemi fíkniefna.