21 Október 2008 12:00

Yfirmenn frá lögregluliðunum á Akranesi, Selfossi, Suðurnesjum og í Borgarnesi heimsóttu höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nýverið. Hinum góðu gestum var kynnt hið mikla starf sem er unnið hjá embættinu en þeir heimsóttu m.a. tæknideild, tölvurannsókna- og rafeindadeild og upplýsinga- og áætlanadeild. Á myndinni hér að neðan eru yfirmennirnir ásamt fulltrúum LRH, þeim Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra og Herði Jóhannessyni aðstoðarlögreglustjóra.