12 Ágúst 2022 17:57

(English below)

Gönguleið A verður lokuð frá klukkan 4:00 í nótt til kl. 9:00 í fyrramálið en þá er fyrirhugað að halda áfram að lagfæra gönguleið A að eldsstöðvunum. Á meðan á þessum framkvæmdum stendur verður gönguleið A því lokuð fyrir almenning og er fólk beðið um að nota gönguleið C á meðan. Tilgangur framkvæmdanna er eins og áður að gera leiðina greiðfærari fyrir almenning. Göngufólk er vinsamlegast beðið um að fara eftir þessum fyrirmælum en þannig geta þeir sem vinna að framkvæmdunum nýtt tímann til fulls í því skyni að gera leið A enn betri.

 

Trail A will be closed from 4:00 a.m. until 9:00 a.m. but during those hours it is intended to carry out further work/repair on trail A to the eruption site. During said hours trail A will therefore be closed to the public and hikers will be asked to use trail C instead. The purpose of the work is to improve the trail so that it offers a more secure route to the eruption area. Hikers are kindly asked to follow these instructions so that those who will be working on the trail maintenance can utilize the hours in question to the fullest in an effort to make the trail even better.