5 Júlí 2008 12:00

Hátíðarhöld vegna  goslokahátíðar í Vestmannaeyjum  fór vel fram sl. nótt en eyjamenn fagna því að 35 ár eru síðan eldgosi lauk á Heimaey. Áætlað er að um fjögur til fimmþúsund manns hafði verið að njóta veðurblíðunnar og þeirra skemmtunar sem boðið er uppá vegna þessa tilefnis. Einn gist þó fangageymslu vegna ölvunar og óláta. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna ölvunar og voru þeir aðstoðar til síns heima. Tilkynnt var um rúðubrot í náttúrugripasafninu. Þá var aðili fluttur á sjúkrahús en hann hafði dottið og rotast. Hann var lagður inn til öryggis. Auk lögreglunnar sjá um 20 manns um gæslu í bænum.

Í dag er boðið uppá ýmsa dagskrá fyrir alla aldurshópa og í kvöld verður skemmtun framhaldið í Skvísusundi.