7 Mars 2002 12:00

Á undanförnum mánuðum hefur lögreglan á Snæfellsnesi birt greinar í staðarblöðin á Snæfellsnesinu. Stefnt er að því að koma greinunum á framfæri á c.a. mánaðarfresti. Markmiðið með greinunum er að kynna og fræða almenning um þau málefni sem lögreglan er að fást við og hvetja til umræðu um hag borgaranna. Greinarnar eru allar birtar hér á heimasíðunni. Næsta grein kemur út um miðjan mars og verður auglýst síðar.