8 Janúar 2009 12:00

Í nótt var brotist inn í gróðurhús að Heiðmörk í Laugarási í Biskupstungum og þaðan stolið 21 gróðurhúsalampa. Vart var við gráa fólksbifreið á ferð við gróðurhúsið um klukkan eitt í nótt.  Ekki er víst að hann tengist innbrotinu.  Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um þjófnaðinn eða hafa orðið varir við mannaferðir í og við Laugarás í nótt.  Sími lögreglunnar er 480 1010.