10 Júlí 2008 12:00

Drög að grundvallarstefnumótun embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu voru kynnt opinberlega í byrjun október 2006 og hefur starfsemi embættisins byggt á þeim meginatriðum frá upphafi. Nánari útfærsla á stefnu embættisins hefur nú verið unnin og má nálgast hana í heild sinni hér. Í stefnu embættisins er að finna nánari skilgreiningu á grundvallarstefnu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, langtímaáætlun hennar 2008-2011 og þeirri hugmyndafræði/áhersluatriðum sem talin eru veigamest til að ná grundvallarmarkmiðum embættisins. Byggist stefnan á þeim markmiðum dóms- og kirkjumálaráðherra sem lágu til grundvallar skipulagsbreytingum á sviði löggæslu sem tóku gildi um síðustu áramót sem og áherslum og markmiðum löggæsluáætlunar 2007-2011.