8 Janúar 2003 12:00

Þann 7. janúar hófu 40 nýnemar nám á fyrstu önn grunndeildar Lögregluskóla ríkisins. Námið á önninni tekur 4 mánuði og í maí fara nemendurnir í starfsþjálfun hjá lögregluembætti á höfuðborgarsvæðinu.

Af þessum 40 nýnemum hafa 32 starfað sem afleysingamenn í lögreglunni, allt frá tveimur mánuðum til fjögurra ára.

25 af nýnemunum hafa lokið stúdentsprófi og 5 þeirra eru með háskólapróf. Í hópnum eru m.a. búfræðingur, atvinnuflugmaður, vélsmiður, hárskeri, húsasmiður og íþróttakennari.

12 konur eru í hópi nýnema að þessu sinni eða 30%.