12 September 2014 12:00

Sameiginleg fréttatilkynning frá netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, Ríkislögreglustjóra, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankanum og MP banka:

Bankar og fjármálafyrirtæki biðja aldrei um upplýsingar um notendur í gegnum tölvupóst

Nokkuð hefur orðið vart við tölvupóst í vikunni þar sem viðskiptavinir banka eru beðnir um að smella á tengil inni í póstinum og gefa upp notendanafn og aðgangsorð að netbönkum.

Almenningur er hvattur til að vera á varðbergi gagnvart slíkum tölvupósti og smella ekki á slíka tengla. Bankar og fjármálafyrirtæki biðja viðskiptavini sína aldrei um notendaupplýsingar í gegnum tölvupóst, né hvetja þá með þeim hætti til að skrá sig inn í heimabanka.

Gott er að senda grunsamlega tölvupósta áfram til viðkomandi banka til upplýsingar fyrir starfsfólk hans og eyða síðan viðkomandi skeyti tafarlaust. 

Ennfremur er fólk hvatt til að fara ekki í netbanka nema í gegnum vefsíður viðkomandi banka eða fjármálafyrirtækis. Þeir sem hugsanlega hafa  smellt á hlekk úr tölvupósti eins og þann sem lýst er hér að ofan eru hvattir til að skipta um lykilorð í netbankanum og kynna sér upplýsingar um öryggi netbankans á heimasíðu viðkomandi banka. 

 Ítrekað skal að viðskiptavinum bankanna er eftir sem áður óhætt að tengjast netbankanum sínum með venjulegum hætti í gegnum vefsíðu viðkomandi banka.

Eftirfarandi er gott að hafa í huga fyrir þá viðskiptavini sem nota netbanka: