1 Júní 2012 12:00

Hundur beit og glefsaði

Tilkynning barst til lögreglunnar á Suðurnesjum um hund sem hafði verið að sniglast laus í kringum tiltekið hús í Reykjanesbæ í vikunni og bitið barn. Áður hefði hann glefsað í konu. Líklegast var talið að um flækingshund væri að ræða og var hann sagður ógnandi. Tilkynnandi sagði að hann liti út eins og „stór rotta“ og væri grimmur. Lögreglan kom á vettvang og svipaðist um eftir hundinum en hann var þá horfinn.

Um 260 lítrum af olíu stolið

Tilkynnt var til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni að díselolíu hefði verið stolið af tveimur bílum. Þjófnaðurinn hefði átt sér stað nóttina áður. Í ljós kom að um 260 lítrum af olíu hafði verið stolið af bílunum, sem eru í eigu flutningafyrirtækis. Á vettvangi hafði verið skilinn eftir lítill olíubrúsi og slanga, sem hinir óprúttnu höfðu notað við þjófnaðinn.