28 Júní 2007 12:00

Lögreglunni á Akureyri hefur borist kæra þar sem að grunur leikur á að hundur hafi verið drepinn á Akureyri helgina 15-17 júní 2007.

Málið er til rannsóknar og er rannsókn málsins á frumstigi. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu.