15 Nóvember 2006 12:00

Í gær, 14. nóvember, var birtur dómur sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Vestfjarða í lok september sl.  yfir manni sem  sýslumaðurinn í Bolungarvík hafði ákært fyrir að aka fjórum sinnum sviptur ökurétti og að aka jafn oft vel yfir leyfðum hraðamörkum á ýmsum stöðum á Vestfjörðum á tímabilinu júní til ágúst 2006.

Maðurinn hafði áður hlotið dóm fyrir að aka sviptur ökurétti og því var um ítrekuð brot að ræða.  Við ákvörðun sektarfjárhæðar var stuðst við ákvæði reglugerðar nr. 575/2001, sem kveður á um að sektarfjárhæðir vegna einstakra umferðarlagabrot, en þar segir að sekt fyrir akstur öðru sinni eftir að hafa verið sviptur ökurétti skuli vera kr. 100.000.  Jafnframt var farið að ákvæðum 5. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, þar sem segir að sektir þar sem fleiri brot eru afgreidd í einu lagi skuli vera samtala sekta vegna hvers brots um sig.  Eftir þessu var maðurinn dæmdur til að greiða 540.000 króna sekt til ríkissjóðs innna fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja en sæta ella fangelsi  í 30 daga. 

Þá var maðurinn sviptur ökurétti í einn mánuð auk þess sem fjórir punktar voru færðir í ökuferilsskrá hans.  Er þetta líklega með hærri sektardómum vegna umferðarlagabrota, sem kveðnir hafa verið upp.