13 Nóvember 2014 12:00

Vegna byggingar göngubrúar milli Seláss og Norðlingaholts hafa verið settar upp hæðarslár á Breiðholtsbraut í báðar áttir, sunnan hringtorgs við Rauðavatn. Fyrra hliðið er með skynjurum sem setja af stað blikkljós og flautur á seinna hliðinu.  Á seinna hliðinu eru slár yfir götuna í hæð 4,35 yfir malbiki.

Hámarkshraði í gegnum vinnusvæði er 30 km/klst. Hægt er að aka hjáleið um Suðurlandsveg og Norðlingabraut.