17 Ágúst 2007 12:00

Um kl.17.30 í gær fimmtudaginn 16. ágúst leituðu 4 einstaklingar til lögreglunnar á Egilsstöðum og óskuðu eftir hæli hér á landi. Við frumathugun lögreglunnar kom í ljós að fólkið hafði komið með Norrænu til Seyðisfjarðar fyrr um daginn. Hefðbundnar skýrslur vegna beiðna um hæli voru teknar og verður málið sent Útlendingastofnun til ákvörðunar þegar öll gögn liggja fyrir.

Lögreglustjórinn á Seyðisfirði

Lárus Bjarnason