30 Apríl 2004 12:00

Í dag, föstudaginn 30. apríl, hélt ríkislögreglustjórinn kveðjuhóf til heiðurs Hafþóri Jónssyni, deildarstjóra almannavarnadeildar. Hafþór sem varð sextugur 7. apríl sl. lætur af störfum nú um mánaðarmótin eftir áralangt farsælt starf í þágu almannavarna á Íslandi.

Hafþór hóf störf hjá Landhelgisgæslunni árið 1960 á varðskipi og var fastráðinn 1962, sama ár hóf hann nám í stýrimannaskólanum. Að námi loknu varð hann, þriðji, annar og fyrsti stýrimaður varðskipanna þar til 8. maí 1972 en þá var honum falið að starfa við Almannavarnir af Pétri Sigurðssyni þáverandi forstjóra Landhelgisgæslunnar. Árið 1969 starfaði Hafþór um 6 mánaða skeið ásamt Guðjóni Petersen við að meta hættu og staðsetja neyðarskýli fyrir almenning víðsvegar um land vegna geislunar af kjarnorku sem þá var helsta hætta sem talin var steðja að heiminum.

Hafþór hefur óslitið frá 1972 starfað við almannavarnir og eftir hann liggja í megindráttum neyðaráætlanir sem enn er stuðst við vegna ýmiskonar hættu.

Myndir frá kveðjuhófinu

Haraldur Johennessen og Hafþór Jónsson

Ljósmyndir: Júlíus Sigurjónsson