5 Júlí 2016 13:55

20160703_025029  Mynd tekin í Veiðivötnum kl. 03:00 aðfaranótt sunnudags.

Um helgina hófst hálendiseftirlit lögreglunnar á Suðurlandi sem mun standa yfir frameftir sumri. Lögreglumenn fóru inn í Friðland á Fjallabaki og í Veiðivötn þar sem þeir settu sig í samband við skálaverði og upplýstu þá um ferðir sínar.  Mikil umferð fólksbifreiða, hópbifreiða og ferðaþjónustubíla voru á ferðinni.  Í Veiðvötnum var rætt við hvern einasta ökumann sem varð á vegi lögreglunnar og ástand þeirra skoðað.  Einn ökumannanna var kærður fyrir að aka undir áfengisáhrifum.  Næsta dag var farið inn á Sprengisand en þar var lítil umferð.  Aftur var haldið inn í Veiðivötn.  Nokkrir veiðimenn létu undrun sína í ljós við lögreglumennina að þeir létu sjá sig þar tvo daga í röð.

Í þessari fyrstu ferð bar á því að nokkrir ökumenn hópferðabifreiða gátu ekki framvísað rekstrar- og hópferðaleyfum.

Í dag, þriðjudag, lögðu lögreglumenn upp í þriggja daga hálendiseftirlit og verða á ferðinni á fjöl- sem fáförnum stöðum.