27 Febrúar 2012 12:00

Lögreglan á Suðurnesjum og sérsveit ríkislögreglustjóra fóru inn á heimili í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna grunsemda um að maður væri þar með ólögleg skotvopn og jafnvel með heimagerða sprengju.

Við húsleitina fannst heimatilbúin sprengja, ætlað efni til sprengjugerðar, hlaðin skammbyssa og nokkurt magn eggvopna.

Maðurinn var vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður í dag.