2 Febrúar 2015 11:36

Ökumaður og farþegi voru fluttir á Landspítalann í Fossvogi eftir að harður árekstur varð á Grindavíkurvegi í gærkvöld. Atvikið varð með þeim hætti að umræddur ökumaður ók bifreið sinni af afleggjaranum að Bláa lóninu í veg fyrir aðra bifreið sem ekið var Grindavíkurveginn til suðurs. Ökumaður hinnar síðarnefndu fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til frekari skoðunar.

Bifreiðirnar skemmdust mikið og voru þær fjarlægðar af vettvangi með kranabifreið. Mennirnir tveir sem fluttir voru á slysadeild  slösuðust ekki alvarlega.