29 Mars 2016 11:24

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið starfsemi svokallaðrar Airbnb heimagistingar í umdæminu þar sem engin rekstrar – né starfsleyfi reyndust vera til staðar. Var því um að ræða brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Lögregla mun á næstunni heimsækja fleiri staði þar sem heimagisting er auglýst á Airbnb og athuga hvort tilskilin leyfi séu til staðar.