9 September 2008 12:00
Nokkrir starfsmenn frá embætti ríkissaksóknara heimsóttu lögreglustöðin á Hverfisgötu nýverið. Erindi þeirra var að kynna sér starfsemi stoðdeilda lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en umræddar deildir eru tæknideild, tölvurannsókna- og rafeindadeild og upplýsinga- og áætlanadeild. Myndin hér að neðan var tekin við það tækifæri en á henni eru Kolbrún Sævarsdóttir, Sigríður Elsa Kjartansdóttir, Sigríður J. Friðjónsdóttir og Dröfn Kærnested en þær starfa allar hjá embætti ríkissaksóknara.