1 Nóvember 2010 12:00

Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra heimsótti í morgun Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri tók á móti ráðherranum og kynnti honum starfsemi almannavarnadeildar, alþjóðadeildar og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Ráðherrann heimsótti einnig Slysavarnafélagið Landsbjörg, Neyðarlínuna 112 og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Að lokum kynnti Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar samhæfingarstöð almannavarna sem starfrækt er við embætti ríkislögreglustjóra. Myndin var tekin af því tilefni.