26 Ágúst 2011 12:00

Forseti Litháens Dr. Dalia Grybauskait ásamt Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands heimsóttu björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í morgun.

Á móti þeim tóku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, og Margrét Laxdal, varaformaður Slysavarnafélagsin Landsbjargar.

Forsetarnir skoðuðu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra og að lokum Samhæfingarstöðina.

Í Samhæfingarstöðinni kynntu; Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Hjálmar Björgvinsson yfirmaður Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, Ásgrímur Ásgrímsson frá Landhelgisgæslunni, Margrét Laxdal, Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Hvolsvelli, starfsemi viðbragðsaðila og einnig jarðfræði Íslands og skipulag rýmingarmála í eldgosinu í Eyjafjallajökli.