19 Júní 2009 12:00

Myndarlegur hópur barna frá Ísaksskóla heimsótti höfuðstöðvar lögreglunnar við Hverfisgötu á dögunum. Krakkarnir fóru í skoðunarferð um húsakynnin en heimsókninni lauk í portinu þar sem allir fengu að skoða lögreglubíl. Börnin höfðu um margt að spyrja en áhugi þeirra á störfum lögreglunnar var mjög mikill. Ekki kæmi því að óvart að einhverjir úr þessum hópi ættu eftir að starfa sem lögreglumenn seinna meir. Á meðfylgjandi mynd er þessi föngulegi hópur frá Ísaksskóla ásamt Haraldi Sigurðssyni rannsóknarlögreglumanni en hann veitti krökkunum innsýn í starf lögreglunnar.