22 September 2010 12:00

Tuttugu starfsmenn frá sænsku efnahagsbrotadeildinni heimsóttu lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og kynntu sér starfsemi nokkurra deilda hjá embættinu. Svíarnir létu vel af heimsókninni en tilgangur hennar var að kynna sér störf íslensku lögreglunnar. Starfsmenn sænsku efnahagsbrotadeildarinnar heimsóttu líka kollega sína hjá embætti ríkislögreglustjóra og litu sömuleiðis við hjá embætti sérstaks saksóknara. Á meðfylgjandi mynd, sem var tekin á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík, gefur að líta þessa góðu gesti frá Svíþjóð.