13 Mars 2009 12:00

Átta þýskir lögreglumenn heimsóttu lögreglustöðina á Hverfisgötu nýverið. Erindi þeirra var að kynna sér starfsemi nokkurra deilda lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumennirnir eru í stjórnunarnámi í lögregluskólanum í  Baden Württemberg og ljúka því í apríl en einn kennari við skólann kom með þeim hingað til lands. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar hópurinn heimsótti upplýsinga- og áætlanadeild LRH en þetta er í annað sinn sem nemendur frá þessum skóla koma til Íslands. Það var Lögregluskóli ríkisins sem hafði veg og vanda að komu lögreglumannanna hingað en skólinn er í stöðugu og nánu samstarfi við aðrar lögreglumenntastofnanir.