17 Október 2014 12:00

Frosti Jay Freeman, 7 ára, kom í heimsókn til lögreglunnar í gær og skoðaði lögreglustöðina hátt og lágt. Kappinn var hinn ánægðasti með heimsóknina og við ekki síður enda alltaf gaman að fá góða gesti í heimsókn. Frosti fékk að skoða ýmislegt spennandi og prófaði m.a. að setjast bæði á lögreglubifhjól og inn í lögreglubíl. Takk kærlega fyrir komuna, Frosti, og gangi þér vel.Frosti er með sjaldgæfan erfðasjúkadóm sem nefnist Ataxia telangiectasia, en sjúkdómurinn leggst á tauga- og ónæmiskerfið og veldur alvarlegri færniskerðingu. Hægt er fylgjast með baráttu Frosta og fjölskyldu hans á fésbókarsíðunni Áfram Frosti Jay Freeman