14 Ágúst 2017 16:49

Bæjarhátíðin Ormsteiti var haldin á Egilsstöðum um síðastliðna helgi. Hátíðarhöldin gengu vel fyrir sig og án afskipta lögreglu að mestu leyti. Þrettán ökumenn voru sektaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu og sá sem hraðast ók var á 120 km/klst. þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

15 ára drengur fótbrotnaði þegar hann var í knattspyrnuleik á gervigrasvellinum við Hótel Hallormsstað. Þá slasaðist maður í vélhjólaslysi við Hraunfellshnúk skammt frá Einarsstöðum í Vopnafirði og hlaut hann áverka á baki og skarst nokkuð.