4 Febrúar 2022 11:52

Eitt umferðarslys var skráð á Austurlandi í janúarmánuði síðastliðnum. Þar var um bílveltu að ræða. Ökumaður var einn í bifreiðinni. Meiðsl talin minniháttar.

Lögregla mun í febrúarmánuði gæta m.a. að bílbeltanotkun ökumanna sem og dekkja- og ljósabúnaði ökutækja. Hún mun og freista þess sem fyrr að vera sýnileg í umferðinni með það markmið meðal annars að minna ökumenn á aðgæslu í hvívetna.

Lögregla hefur áður áréttað við ökumenn að skilja ökutæki sín ekki eftir í lausagangi, mannlaus utan við verslanir, leik eða grunnskóla svo dæmi séu tekin. Með vísan til umferðarlaga en ekki síður með hagsmuni okkar íbúa og umhverfisins í huga, eru ökumenn enn beðnir um að skilja ökutæki sín ekki eftir í gangi og læsa þeim tryggilega þegar þau eru yfirgefin.

Gætum að eigin öryggi og annarra í umferðinni, – komum heil heim.