2 Febrúar 2016 11:54

 

Þrátt fyrir töluvert umferðareftirlit tók lögreglan engan ökumann fyrir ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna í sl. viku sem verður að teljast nokkuð gott.

Alls urðu átta umferðaróhöpp í umdæmi LVL í sl. viku. Nær öll vegna hálku og vetrarfærðar.

Tveggja bíla árekstur varð á Leirársveitarvegi, annar þeirra hafnaði ofan í vegskurði.

Ungum ökumanni fipaðist við aksturinn innanbæjar í Borgarnesi þegar hann kom að snjóruðningstæki og hafnaði bíllinn inn í húsagarði við götuna, hálfur í gegnum grindverkið.  Allir sluppu þarna án meiðsla.

Ökumaður pallbíls lenti í snjóruðningi á Vesturlandsvegi sunnan Borgarfjarðarbúar sl. föstudag og missti stjórn á akstrinum, bíllinn fór útaf veginum, valt og hafnaði á réttum kili í kjarrgróðrinum.  Ökumaðurinn slapp á meiðsla.

Fimm erlendir ferðamenn veltu bíl sínum við Sanddalsá neðan við Sveinatungu í Norðurárdal um helgina.  Töluverður snjór var í vegköntum og fegnu ferðamennirnir „mjúka lendingu“ að sögn sjónvarvotts og sluppu þeir án meiðsla.  Billinn var hins vegar óökufær.

Jeppi fór útaf við mætingu á Vatnaleiðinni á Snæfellsnesi og hafnaði á hliðinni.  Ökumaðurinn hlaut minnihátar meiðsli og leitaði sjálfur til læknis.

Fjallgöngumaður rann á svelli í Illagili sem er upp af Hafnardal og fór úr axlarlið.  Gekk hann til móts við sjúrkalið sem flutti hann til læknis.

Erlendir ferðamenn voru aðstoðaðir þar sem þeir höfðu fest bíla sína vestur á Snæfellsnesi og á Uxahryggjum.

Rannsókn á brunanum á hótel Ljósalandi, Skriðulandi í Saurbæ er enn í gangi og miðar henni vel. Rannsóknarvinnu er að mestu lokið á brunavettvangi og búið er að taka skýrslur af mörgum vitnum.