8 Maí 2020 12:08

Meðfylgjandi eru tölur lögreglunnar á Austurlandi er sýna fjölda helstu brota og verkefna lögreglu fyrstu fjóra mánuði ársins.

Tölur eru í flestum tilvikum lágar og rétt því að taka hækkun þeirra eða lækkun með ákveðnum fyrirvara. Þróunin verður marktækari eftir því sem líður á árið.

Helstu tölur eru þó þær að hegningarlagabrotum fækkar lítillega frá síðasta ári en eru heldur fleiri að meðaltali en á árunum 2015 til 2018. Umferðarlagabrot eru svipuð að fjölda og síðustu tvö ár, hraðakstursbrot þar á meðal. Þá hefur lögregla fylgst sérstaklega með ljósabúnaði ökutækja og má sjá það í tölum þessa árs.  Fjölgun hefur verið í málum er tengjast heimilisofbeldi allt frá 2017.

Umferðarslys eru jafnmörg 2019 og 2020.

Áherslur lögreglunnar í maímánuði

Áherslur lögreglu í þessum mánuði eru eftirlit með ökuhraða, ölvunar- og fíkniefnaakstri, bílbelta –  og farsímanotkun sem og akstri án réttinda. Lögregla hvetur ökumenn til að gæta að þessum atriðum öllum, koma þannig í veg fyrir afskipti og tryggja öryggi okkar allra í umferðinni.

Gerum þetta saman.

Tölfræði – austurland – fréttatilkynning