11 Maí 2015 15:44

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem komu upp.  Helgin gekk ágætlega fyrir sig, en eitthvað var þó um pústra án þess þó að kærur liggi fyrir.

Eitt fíkniefnamál kom upp um liðna helgi en við hefðbundið eftirlit lögreglu fundust lítilræði af fíkniefnum í fórum manns á fertugsaldri.  Er talið að þarna sé um að ræða amfetamín.  Málið telst að mestu upplýst.

Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni en um var að ræða skemmdir á ljósum á Ráðhúströð v/ safnahúsið.  Ekki er nákvmælega vitað hvenær eignaspjöllin áttu sér stað en líklega í lok apríl.  Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver eða hverjir þarna voru að verki eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Tvær kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum og var í báðum tilvikum um að ræða ólöglega lagningu ökutækis.