2 Júní 2015 13:26

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og þrátt fyrir að töluvert hafi verið að gerast í skemmtanalífinu um helgina, var rólegt á þeim vígstöðum.   Reyndar var eitthvað um pústra um helgina í tengslum við skemmtanahaldið, án þess þó að kærur liggi fyrr.

Fimm kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum, eftir vikuna, en um er að ræða brot á stöðvunarskyldu, notkun farsíma án haldfrjáls búnaðar við akstur, akstur án ökuréttinda, vanræksla á að nota öryggisbelti í akstri og farþegar fluttir á þann hátt að það veldur þeim hættu.

Lögreglan vill enn og aftur minna ökumenn á að tími nagladekkjanna er liðinn og hvetur þá sem ekki hafa gildar ástæður til að skipta yfir á sumardekkin.

Þá vill lögreglan minna ökumenn á að virða yfirborðsmerkingar á vegum, sérstaklega á Básaskersbryggju en nokkuð er um það að ökumenn virði ekki yfirborðsmerkingar þar.  Rétt er að minna á að umferðarréttur fer oft á tíðum eftir yfirborðsmerkingum og því geta þeir sem eru komnir yfir á öfugan vegarhelming samkæmt yfirborðsmerkingum á Básaskersbryggju verið í órétti ef óhapp verður.