31 Janúar 2017 11:44

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin teljandi erill.  Skemmtanahald helgarinna fór ágætlega fram en eitthvað var þó um útköll á öldurhúsin.

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar. Þarna hafði verið ráðist á mann fyrir utan eitt af öldurhúsum bæjarins með þeim afleiðingum að hann fékk skurð á augnbrún og þurfti að leita sér læknisaðstoðar.  Málið er í rannsókn.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.  Þá voru þrír ökumenn sektaðir vegna vanrækslu á notkun öryggisbelta í akstri, einn fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og fimm fengu sektir fyrir ólöglega lagningu ökutækja.