7 Júlí 2015 15:28

Lögreglan hafði í mörg horn að líta í liðinni viku enda töluverður fjöldi fólks í bænum og þá sérstaklega um helgina.  Mikil fjöldi fólks sótti skemmtun á Skipasandi og fór skemmtana haldið þokkalega fram að mestu.  Eitthvað var um pústra og liggja þegar fyrir nokkrar kærur vegna líkamsárása.

Eins og þegar hefur komið fram í fjölmiðlum er til rannsóknar meint kynferðisbrot sem tilkynnt var til lögreglu að morgni sunnudagsins 5. júlí sl.  Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknar málsins en hefur verið látinn laus.  Málið er í rannsókn.

Fimm líkamsárásir voru tilkynntar lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar og hafa fjórar þeirra þegar verð staðfestar.  Ekki er um alvarlega áverka að ræða í þessum árásum en í einni þeirra kvarnaðist upp úr tönn.

Tvö fíkniefnamál komu upp í liðinni viku en í öðru málinu var drengur á þrettánda ári tekin með tóbaksblandað maríhúana.  Í framhaldi af því var maður um tvítugt handtekinn og viðurkenndi hann að hafa seld drengnum efnið.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í liðinni viku en um var að ræða árekstur þriggja bifreiða á Heiðarvegi.  Ökumaður einnar bifreiðarinnar kvartaði yfir eymslum eftir óhappið.  Lítið tjón varð hins vegar á bifreiðunum.

Fimm kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum, en um er að ræða m.a. brot á stöðvunarskyldu,  vanræksla á að nota öryggisbelti í akstri og notkun farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar.