31 Ágúst 2015 13:53

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið vegna hinna ýmsu mála sem upp komu.  Skemmtanahald heglarinnar fór fram með ágætum en eitthvað var þó um að aðstoða þurfti fólk sökum ölvunarástands þess.

Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu í liðinni viku en um var að ræða þjófnað á fatnaði úr verslun hér í bæ.  Er vitað hver þarna var að verki og er málið í rannsókn.

Alls liggja fyrir tvær kærur vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða ólöglega lagningu ökutækis og flutning farþega þannig að það veldur heim hættu.

Lögreglan vill minna foreldra og forrðaðamenn barna á útivistareglunar en þær eru einmitt að breytast núna um mánaðarmótin, en þær eru eftirfarandi:

Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.