14 Mars 2016 16:02

Lögreglan hafði í nógu að snúast í liðinni viku og þá sérstaklega um helgina en töluverður erill var í kringum skemmtistaði bæjarins og þurfti lögreglan að aðstoða nokkra af gestum staðarins vegna ölvunarástands þeirra.

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu um liðna helgi en þarna hafði verið ráðist á mann með þeim afleiðingum að hann var með töluverða áverka í andliti á eftir. Árásarmaðurinn var handtekinn og var í framhaldi af því færður fyrir Hérðasdóm Suðurlands þar sem hann var úrskurðaður í síbrotagæslu en hann hefur ítrekað komið við sögu lögreglu vegna líkamsárása og annarra afbrota.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið en engin slys á fólki. Tjón á ökutækjum var minniháttar.

Alls liggja fyrir átta kærur vegna brota á umferðarlögum og er í flestum tilvikum um að ræða ólöglega lagningu ökutækja. Í einhverjum tilvikum var um að ræða vanræksla á að nota öryggisbelti í akstri.