9 Mars 2015 08:44

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.  Fyrra óhappið varð  þriðjudaginn 3. mars  á Vestfjarðavegi nr. 60 við bæinn Hríshól í Reykhólasveit, þar hafnaði bifreið út fyrir veg.  Ökumaður kenndi sér eymsla og ætlaði sjálfur að fara á heilsugæslustöð til skoðunar.  B ifreiðin óökuhæf og flutt af veggvangi með krana.  Síðara óhappið varð fimmtudaginn 5. mars þá fauk bifreið út af Vestfjarðavegi nr. 60  við bæinn Ketilseyri í Dýrafirði,  þar fauk bifreið út af.  Ökumaður ætlaði sjálfur að fara á heilsugæslustöð til skoðunar.  Ökumaður fékk aðstoð við að koma bifreiðinni aftur upp á veg.

Þrír ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í vikunni á Hnífsdalsvegi. Umferð gekk nokkuð brösuglega í vikunni og þurfti lögregla að kalla björgunarsveitir til aðstoðar vegfarendum víða um umdæmið vegna ófærðar.   Einn ökumaður var kærður vegna gruns um meinta ölvun við akstur og þá var annar ökumaður kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna.

Á miðvikudag gekk leiðinda veður yfir sunnanverða Vestfirði og þurfti að rýma 14 hús á Patreksfirði.  Sú aðgerð gekk vel og greiðlega fyrir sig og þurftu íbúar að vera frá heimilum sínum í eina nótt.