9 Febrúar 2015 14:35

Í liðinni viku var 6 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.

Mánudaginn 2. febrúar urðu þrjú óhöpp.  Minniháttar óhapp á Vestfjarðavegi um Gemlufallsheiði, ekki slys á fólki.  Þá hafnaði bifreið út fyrir veg í Mjóafirði, Djúpvegi.  Sjúkrabifreið send á staðinn en ekki ástæða til að flytja ökumann á sjúkrahús, hann skoðaður á staðnum.  Bifreiðin óökuhæf og dregin af vettvangi.   Þá hafnaði fiskflutningabifreið út fyrir veg á Djúpvegi í Álftafirði og valt, ökumann sakaði ekki.  Mannskapur frá Björgunarfélagi Ísafjarðar var kallaður út til aðstoðar við að bjarga farmi bílsins, en bifreiðin var óökuhæf og flutt af vettvangi með krana. Þá var ekið utan í bifreið þar sem bifreiðin stóð við Stórholt í Ísafjarðarbæ, ekki er vitað um tjónvald.   6. febrúar urðu tvö óhöpp, það fyrr var um að ræða minniháttar óhapp við Silfurtorg á Ísafirði, en síðar óhappið var á Strandvegi í Bolungarvík, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt, ökumaður slapp án meiðsla, en bifreiðin mikið skemmt og óökuhæf, flutt var vettvangi með krana.

Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, tveir í og við Ísafjörð, innanbæjar og einn í nágreni Hólmavíkur.  Þá var einn ökumaður kærður vegna gruns um meinta ölvun við akstur.

Kl. 21:32 á sunnudagskvöld  barst lögreglunni tilkynning um að þjóðvegur nr. 61, Djúpvegur væri í sundur í Stafadal í Steingrímsfirði, innan við þann stað þar sem vegurinn var í sundur væri fólksflutningabíll sem ekki komst lengra.  Strax var haft samband við vegagerðina vegna þessa og eins og aðstæður voru, var ekki hægt að hefja viðgerð á veginum strax vegna mikilla vatnavaxta, fyrr en byrti að degi.  Í umræddri  fólksflutningabifreið voru 60 manns.  Aðstæður á vettvangi voru með þeim hætti að ekki var talið ráðlegt að gera tilraun til að ferja fólkið milli bíla, heldur hélt fólkið kyrru fyrir í rútunni.  Þá var ökumanni bent á að hann gæti snúið við og haldið til baka í Reykjanes í Ísafjarðardjúpi en hann kaus að bíða þarna á staðnum.  Staðahaldari í Reykjanesi fór síðan á staðinn um með vistir til farþeganna.  Vegurinn var opnaður í dag.