1 Mars 2016 14:29

Alls urðu níu umferðaróhöpp í umdæminu sl. viku. Þar af eitt alvarlegt umferðarslys, bílvelta á Skógarströnd þar sem sex ítalskir ferðamenn veltu bílaleigubíl sínum út fyrir veg. Þrennt var flutt með þyrlu á sjúkrahús til Reykjavíkur en hin voru flutt með sjúkrabílum. Einn farþeganna, kona, slasaðist mikið en hún er þó ekki í lífshættu. Aðrir sem í bílnum voru sluppu án mikilla meiðsla.

Lausaganga hrossa á vegsvæðum í umdæminu er vaxandi vandamál. All nokkur tilvik hafa komið upp á sl vikum þar sem hross hafa sloppið út á vegi. Flest á Snæfellsnesvegi. Hross eru að sleppa út úr girðingum, sem liggja sums staðar niðri eða eru á kafi í snjó. Þegar harðnar á dalnum í frosti og snjó þarf að huga vel að öllum útigangi og gefa honum vel.
Hross sem að ekki fá nóg að éta leita frekar út úr girðingarhólfum. Ábyrgð eigenda er mikil ef eitthvað gerist.

Erlendir ferðamenn voru fastir í snjó hist og her í umdæminu eins og oft áður. Þeim var komið í samband við þjónustuaðila sem drógu þá upp og aðstoðuðu þá við að komast leiðar sinnar.

Einn ökumaður var tekinn grunaður um að aka undir áhrifum lyfja.