18 Maí 2015 14:08

Tvö umferðaróhöpp voru  tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, það fyrra varð á  þjóðvegi nr. 61 á Steingrímsfjarðarheiði, þar lent snjóruðningtæki utan í kyrrstæðum bíl, talsverðar skemmdir urðu á þeim bíl, seinan óhappið varð innan bæjar á Ísafirði, þar var ekið utan í kyrrstæða bifreið.  Um minniháttar tjón var að ræða.

Fjórir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, tveir ökumenn stöðvaðir á Hnífsdalsvegi og tveir í nágreni við Hólmavík.  Sá sem hraðast ók var mældur á 109 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.  Þá voru nokkrir aðilar kærðir þar sem ökutækjum var ranglega lagt.  Þá voru númer tekin af nokkrum ökutækjum þar sem þau höfðu ekki verið færð til aðalskoðunar eða tryggingar runnar úr gildi.

Föstudaginn 15. maí voru ferðamenn í vandræðum á Dynjandisheiði, höfðu fest Þar bíl sinn.  Björgunarsveitin Kópur á Bíldudal var send Þeim til aðstoðar.

Aðfaranótt fimmtudagsins 14. maí voru unnin skemmdarverk á harðfiskhjalli sem stendur við Hnífsdalsveg, þar var gerð tilraun til þjófnaðar á harðfiski sem var þar  í verkun.

Skemmtanahald um liðna helgi fór nokkuð vel fram og án teljandi afskipa lögreglu